Í nótt hækkuðu hlutabréf á Asíumörkuðum í verði, en japanska yenið hélst nokkuð stöðugt.

Breska FTSE vísitalan náð aftur fyrri stöðu

Er spáð að breska FTSE vísitalan hækki eilítið, en hún hefur nú náð aftur fyrri stöðu eftir mikla lækkun í kjölfar niðurstaðna bresku þjóðaratkvæðagreiðslunnar um að landið skyldi ganga úr Evrópusambandinu. Hækkaði jafnframt Dow Jones vísitalan um 1,6% í nótt.

Pundið hækkar eilítið á mörkuðum og stendur nú í 1,35 Bandaríkjadölum og er evran í 1,11 dölum. Væntingar um að stýrivextir víða um heim verði lækkaðir eða haldið niðri í kjölfar kosninganna sem og lækkanir á ávöxtunarkröfu ríkisskuldabréfa virðast ýta undir fjárfestingar í hlutabréfum.

Ávöxtunarkrafa þýskra og japanskra 10 ára skuldabréfa hafa náð sögulegu lágmarki og varð hún lægri en núll í vikunni. Írsk, frönsk og hollensk 10 ára skuldabréf hafa fóru einnig niður í sitt lægsta gildi hingað til á miðvikudag, og nálgast þau öll núllið. Sama á við um 30 ára bandarísk skuldabréf þó ávöxtunarkrafan þar sé enn jákvæð.

Mikil lækkun yfir mánuðinn

Á mörkuðum í Asíu hækkaði japanska Nikkei vísitalan um 0,06, ástralska S&P&asx 200 um 1,77% og kóreaska Kospi vísitalan um 0,72%. Hang Seng vísitalan í Hong Kong hækkaði um 1,34% en Shanghai Composite vísitalan lækkaði hins vegar um 0,07%.

Hins vegar horfa flestir asíumarkaðir á að júní verður tapmánuður, og hefur Nikkei vísitalan japanska lækkað mest eða um 9% yfir mánuðinn.

Hang Seng vísitalan lækkaði um 0,6% á sama tíma meðan Shanghai Composite vísitalan hækkaði um 0,45% yfir mánuðinn sem sýnir að hún er nokkuð aðskilin frá áhyggjum markaða af afleiðingum þjóðaratkvæðagreiðslunnar í Bretlandi. Minni markaðir í Asíu hafa jafnframt séð hækkanir eins og PSEi vísitalan í Filipseyjum sem hækkaði um 6,45% yfir mánuðinn.