Hlutabréf Icelandair, Alvotech og Marel hækkuðu öll í viðskiptum dagsins í Kauphöllinni í dag en gengi félaganna hefur mátt þola töluverða lækkun undanfarnar vikur.

Gengi Alvotech hækkaði um 5,36% og er hlutabréfaverð félagsins nú 1.180 krónur á hlut. Hækkun var einnig á hlutabréfum Alvotech fyrir helgi, eða um 5,2% í 57 milljóna króna viðskiptum.

Icelandair hækkaði um 4,72% og nam velta með bréf félagsins um 358 milljónum króna. Gengi flugfélagsins hefur haldist nokkuð jafnt undanfarinn mánuð.

Úrvalsvísitalan hækkaði einnig um 1,31% en mikil lækkun hefur verið á henni í maí.

Hlutabréf Play hækkuðu um 1,58% í dag eftir erfiða viku fyrir helgi þegar hlutabréf flugfélagsins náðu lægsta punkti frá skráningu.