Hlutabréf í tveimur af stærstu bönkum Bandaríkjanna hrundu í dag á Wall Street.

Hlutabréf í Bank of America lækkuðu um 20,32% þegar markaðir lokuðu í kvöld. Helsta orsök lækkunnarinnar í dag, utan lækkunnar lánshæfismats Bandaríkjanna, eru málaferli við aðrar fjármálastofnanir vegna veðlána. Hlutabréf í Citigroup lækkuðu um 16,42%.

AIG tryggingarisinn hyggst krefja BofA um 10 milljarða dala. Fannie Mae og Freddie Mac hafa einnig gert svipaðar kröfur en fjárhæð þeirra hafa ekki verið opinberaðar.

Fleiri bankar lækkuðu. Bréf J.P. Morgan Chase lækkuðu um 8% og Goldman Sachs lækkaði um 6%.