Gengi hlutabréfa í Evrópu breyttist almennt lítið í dag og viðskipti í kauphöllum voru aðeins hluta úr degi. Litið á árið í heild lækkuðu hlutabréf hins vegar í Evrópu í fyrsta sinn frá árinu 2002. Áhyggjur vegna lausafjárerfiðleika og hækkandi olíuverði hafði áhrif til lækkunar í ár, að því er segir í frétt WSJ.