Hlutbréf Time Inc, útgáfufélagsins sem gefur meðal annars út tímaritin Time, People og Forbes, lækkuðu um 4% á sínum fyrsta degi á New York hlutabréfamarkaðnum í dag.

Á síðsta ári ákvað móðurfyrirtæki Time Inc, Time Warner, að skilja við útgáfufyrirtækið til að einbeita sér að afþreyingariðnaðinum.

Time Inc rekur 90 tímarit og 45 vefsíður. Fyrirtækið stendur frammi fyrir 1,3 milljarða dollara skuld í augnablikinu sem gæti einnig hafa haft áhrifa á lækkun hlutabréfa fyrirtækisins.

Árið 2006 var hagnaður Time Inc um milljarður dollara en í ár er það mun nær 370 milljónum dollara. Í ljósi þess hefur útgáfufyrirtækið þurft að segja upp hundruðum starfsmanna til að bregðast við tapinu. Einnig mun fyrirtækið flytja úr Time-Life byggingunni í Manhattan yfir í ódýrari byggingu síðar á þessu ári.

Hlutabréf Time Inc lækka eftir aðskilnaði frá Time WarnerTime Magazine var stofnað árið 1923 af Henry Luce og er elsta fréttatímitið í Bandaríkjunum.