Mikill ótti hefur gripið um sig meðal fjárfesta í dag og hafa allar helstu vísitölur í Bandaríkjunum og Evrópu lækkað mikið.

Hlutabréf í Evrópu hafa lækkað sýnu meira. Annan daginn í röð lækkar Dax vísitalan þýska mikið, um 2,77%, CAC í Frakklandi um 3,2% og FTSE í Bretlandi um 3,3. Í Mílanó hefur FTSE Italia lækkað um 3,1% og í Madríd hefur IBEX35 lækkað um 3,89%

Lækkanir má rekja til lélegra eftirspurnartalna frá Kína og að Jean-Claude Trichet mistókst í dag að sannfæra markaðsaðila að ekki væri hætta á því að skuldakrísan breiðist út í Evrópu.