Hlutabréfamarkaðir lækkuðu snarpt í morgun. Nú hafa flestar vísitölur hækkað aftur og eru sumar komnar í plús.

Dax í Franfurt lækkaði mest í morgun, yfir 6%. Nú stendur lækkunin í -1,31%. FTSE í London lækkaði um tæp 5% mest í morgun en hækkunin nemur nú 0,28%.

FTSE MIB í Milanó hefur hækkað um 1,24%, CAC40 í París hefur hækkað um 1,09% og IBEX35 hefur hækkað um 0,51%.

Búast má við miklum sveiflum í dag, en framvirkir hlutabréfamarkaðir á Wall Street hafa breyst ört.  Kauphöllinn í New York opnar kl 13.30.