Ekki liggur fyrir hlutafjáraukning hjá flugfélaginu Wow air en Skúli Mogensen, forstjóri félagsins, segir áhugavert að skoða það að fá aðra hluthafa í hópinn. Hann hafi þó ekki tekið ákvörðun um það. Hingað til hafi hann fjármagnað félagið sjálfur.

„Þetta var metsumar hjá okkur og haustið lítur líka vel út sem gefur okkur byr undir báða vængi til að halda áfram. Síðan er það stóra stökkið, það verður mikil aukning fyrst og fremst vegna ætlunarflugs til tveggja borga í Norður-Ameríku.“ Áætlað er að farþegafjöldi fari úr 500 farþegum í 800 farþega árið 2015. Þetta er því 60% aukning. Tilkynnt var í lok síðasta árs að félag Skúla, Títan fjárfestingafélag, hefði lagt Wow air til 500 milljónir í hlutafé vegna fyrirhugaðs Ameríkuflugs.