© Aðrir ljósmyndarar (VB MYND)
Tveir aðilar eru sagðir hafa nálgast skilanefnd Landsbankans með það að markmiði að kaupa hlutafé í House of Fraser. Skilanefndin heldur á 35% hlut í verslunarfyrirtækinu. Samkvæmt vefsíðunni This is Money er hluturinn kominn í sölumeðferð og metinn á allt að 100 milljónir punda. Jafngildir það, miðað við seðlabankagengi krónunnar í dag, um 20 milljörðum króna.

Í kjölfarið hefur Kevin Standford, sem á tíu prósent í House of Fraser, óskað eftir að setjast aftur í stjórnina. Markimiðið er sagt vera það að hafa áhrif á ferlið ef verulegur hluti hlutafjár skiptir um hendur. Hluturinn var áður í eigu Baugs og margir fyrrverandi viðskiptafélagar Baugs komið að þessum rekstri.

Annað tilboðið er sagt vera frá fjárfesti í Miðausturlöndum.