Neytendastofa hefur tekið ákvörðun um að Hópkaup þurfi að greiða dagsektir sem nema 50 þúsund krónum þar til félagið breytir upplýsingum á vefsíðu sinni og skilmálum.

Á vefsíðu Heimkaupa, undir liðnum „þjónustuloforð“ kemur fram að neytendur geti fengið inneign í formi netkróna komi til endurgreiðslu. Neytendastofa tók fyrr á árinu ákvörðun um að þjónustuloforð Hópkaup væri ekki í samræmi við ákvæði laga, en neytendur hafa rétt til að skila vöru sem er keypt á netinu í 14 dag frá gerð samnings og fá endurgreiðslu kaupverðs.

Þar sem Hópkaup hafði ekki farið að ákvörðun Neytendastofu um að gera breytingar á upplýsingunum hefur nú verið tekin ákvörðun um dagsektir nema 50.000 krónum.