Hörður G. Kristinnsson, rannsóknarstjóri hjá Matís, hefur tekið sæti i Evrópska lífhagkerfisráðinu. Herði var boðið að sitja í ráðinu fyrir Matís og íslenskt vísindasamfélag. Evrópska lífkhagkerfisráðið er vettvangur fyrir umræður um lifhagkerfið, en þá er átt við matvælaiðnað, fóðurframleiðslu, skógrækt, sjávarútvet,landbúnað,fiskeldi og lífefnaiðnað. Þetta kemur fram á vefsíðu Matís.

„Ríki Evrópu leggja mikið upp úr því að auka samstarf þeirra sem framleiða, hafa umsjón með og nýta lífrænar auðlindir eða stunda aðra starfsemi byggða á þeim. Er hér átt við greinar eins og matvælaframleiðslu, sjávarútveg, landbúnað, skógrækt, fiskeldi og aðrar skyldar greinar. Í lífhagkerfisráðinu sitja 30 sérfræðingar sem allir eru sérfræðingar á sínu sviði innan lífhagfræði,“ segir á heimasíðu Matís.