Hörður Vilberg hefur verið ráðinn verkefnastjóri á stefnumótunar- og samskiptasviði Samtaka atvinnulífsins og mun hann hefja störf í ársbyrjun 2005. Hörður er með BA-gráðu í sagnfræði og heimspeki frá Háskóla Íslands. Undanfarin rúmlega þrjú ár hefur hann starfað sem blaðamaður á Viðskiptablaðinu og sem einn umsjónarmanna viðskiptaþáttarins á Útvarpi Sögu, en áður starfaði Hörður m.a. sem fréttamaður á fréttastofu Skjás eins.

Verkefni Harðar hjá SA munu m.a. snúa að málefnastarfi og útgáfumálum.