Samkomulag um það hvernig leysa skuli úr skuldavanda um 6 þúsund lítilla og meðalstórra fyrirtækja verður kynnt eftir helgi. Helstu drög að samkomulaginu hafa legið fyrir í tæpan mánuð en Viðskiptablaðið greindi frá innihaldi þess þann 11. nóvember sl.

Samkvæmt heimildum Viðskiptablaðsins var þó tekin pólitísk ákvörðun um að kynna samkomulagið ekki fyrr en nú. Þannig þótti það ekki pólitískt rétt að kynna samkomulagið fyrr en eftir að búið var að tilkynna um aðgerðir í þágu skuldavanda heimila, sem gert var sl. föstudag.

Þá var einnig beðið eftir áliti Samkeppniseftirlitsins sem nýlega barst hagsmunaaðilum. Samkvæmt heimildum Viðskiptablaðsins felur það álit ekki í sér neinar breytingar á því samkomulagi sem þegar hefur verið fjallað um. Sem fyrr segir liggja helstu forsendur samkomulagsins fyrir og lítið eftir nema að skrifa undir og keyra verkefnið í gang.

_____________________________

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum og þeir sem ekki hafa lykilorð geta sótt um það hér .