Lehman Brothers hafa tilkynnt að greiðslur til lánardrottna verði hraðari en áður var gert ráð fyrir. Í fyrstu greiðslum bankans í næstu viku verða lánadrottnum greiddir 22,5 milljarðar bandaríkjadala. Þetta er tvöfalt meira en áður var gert ráð fyrir að yrði greitt í fyrstu greiðslum.

Bankinn hrundi eftirminnilega um miðjan september árið 2008 og var tekin úr greiðslustöðvun í síðustu viku. Áætlað er að heildarendurgreiðslur verði 65 milljarðar bandaríkjadala.