Hagvöxtur í Japan var 0,6% á fyrsta ársfjórðungi sem er töluvert betri niðurstaða en greininaraðilar gerðu ráð fyrir, en þeir spáðu 0,4% vexti. BBC News greinir frá þessu.

Á árgrundvelli jafngildir þetta 2,4% hagvexti en spár gera ráð fyrir 1,5% vexti í landinu á þessu ári. Japan náði að spyrna sér út úr kreppu á síðasta ársfjórðungi og telja greiningaraðilar tölurnar merki um að jákvæð teikn séu í efnahagskerfinu. Greinilega sé efnahagsstefna Shinzo Abe, forsætisráðherra landsins, að bera árangur og hlutirnir á leið í rétta átt.