Verð á hráolíu hefur rokkað mikið undanfarið og verð á tunnu farið í 100 dali en í gær lækkaði verðið í New York og var komið niður fyrir 90 Bandaríkjadali fyrir tunnuna við lokun markaða. Lækkunin í gær nam 1,95 dölum eða 2,2% samkvæmt því sem segir á vef BBC.