Sænska kauphallarvísitalan lækkaði um 3,8% í dag og er óhætt að segja að mikil svartsýni hafi svifið yfir markaðinum þar þrátt fyrir góðan sigur á Íslendingum í knattspyrnu í gær. Svo virðist sem þetta ástand sé víðar því norska vísitalan hefur einnig lækkað mikið og sömuleiðis sú danska. Svo virðist sem ný dómsdagsskýrsla frá Morgan Stanley hafi hrint þessu af stað.

Sömuleiðis er talið að lækkanir á mörkuðum í Bandaríkjunum hafi haft þessi áhrif. Þá eru allar tölur rauðar í íslensku kauphöllinni.