HS Orka á nú í viðræðum við lánveitendur sína um undanþágur frá núverandi lánasamingum, í ljósi þess að HS Orka hefur brotið gegnum ákvæðum í lánasamningunum. Viðræðurnar eru sagðar á lokastigi, í tilkynningu sem félagið sendi frá sér til Kauphallar Íslands í morgun.

Í tilkynningunni kemur fram að HS Orka hafði brotið gegn lánasamningum,  einkum vegna gengisfalls krónunnar og áhrifa þess á skuldastöðu félagsins. Skuldirnar eru að mestu í erlendum myntum. Þetta hafði mikil neikvæð áhrif á eiginfjárhlutfall fyrirtækisins, og hefur enn.

Viðræðurnar hafa staðið yfir í nokkurn tíma og standa vonir til þess að þeim ljúki á næstunni. Fram hefur komið í fréttum, m.a. hjá RÚV um helgina, að HS Orka gæti þurfti að leggja fram frekari tryggingar fyrir lánum, og hefur verið horft til virkjana félagsins.

Í tilkynningu félagsins til Kauphallarinnar kemur fram að félagið muni upplýsa um stöðu mála um leið og niðurstaða úr viðræðum liggur fyrir.