Hætt hefur verið við sameiningu SPRON og Sparisjóðs vélstjóra að því er kemur fram í sameiginlegri tilkynningu sjóðanna til Kaupkallarinnar.

Í yfirlýsingunni segir orðrétt: "Ákveðið hefur verið í kjölfar viðræðna milli formanna stjórna Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrennis (SPRON) og Sparisjóðs vélstjóra (SPV), sem hófust 8.október sl., að ekki sé tímabært að sameina sjóðina þar sem ljóst er að markmiðin nást ekki núna.

Mikil vinna var lögð í að kanna kosti þess að SPRON og SPV sameinuðust í einn sparisjóð og var könnuninni stýrt af Óskari Magnússyni, formanni stjórnar SPRON og Jóni Þorsteini Jónssyni, formanni stjórnar SPV. Formennirnir eru sammála um niðurstöðuna en telja samt að viðræðurnar hafi verið báðum aðilum gagnlegar."