*

sunnudagur, 16. júní 2019
Innlent 25. desember 2016 11:17

Huawei til Íslands

Kínverska fjarskiptafyrirtækið Huawei er um þessar mundir að hefja sölu á farsímum sínum hér á Íslandi.

Ásdís Auðunsdóttir
Haraldur Guðjónsson

Kínverska fjarskiptafyrirtækið Huawei er um þessar mundir að hefja sölu á farsímum sínum hér á Íslandi. Þrátt fyrir að vörumerkið sé ekki þekkt hér á landi eru tengsl fyrirtækisins við íslenskt fjarskiptaumhverfi ef til vill meiri en flestir gera sér grein fyrir. Fyrirtækið spilaði lykilhlutverk í 3G og 4G væðingu landsins og forstjóri fyrirtækisins í Skandinavíu, Kenneth Fredriksen, segir fyrirtækið ætla sér frekari fjárfestingar á Íslandi á komandi misserum.

Yfir 180.000 starfsmenn í 170 löndum

Fjarskiptafyrirtækið Huawei er risavaxið á hvaða mælikvarða sem er enda með aðsetur í yfir 170 löndum og rúmlega 180 þúsund starfsmenn á sínum snærum. Í ár var fyrirtækið í 129. sæti á lista Forbes yfir 500 stærstu fyrirtæki heims með veltu upp á 60 milljarða Bandaríkjadala í fyrra og 80 milljarða í ár. „Veltan hefur aukist um 30% síðustu fimm ár en þá aukningu má rekja til mismunandi verkefna og starfssviða félagsins. Við erum sennilega umfangsmesta fyrirtækið á markaðnum þegar kemur að upplýsingatækni sem endurspeglast best í eiginleika okkar til að byggja upp allsherjar farsímakerfi með öllu því sem fylgir. Á sama tíma erum við stórir á almennum neytendamarkaði en það er sá hluti fyrirtækisins sem vex hvað hrað­ ast um þessar mundir. Í dag er Huawei-vörumerkið með þriðju stærstu markaðshlutdeildina í sölu farsíma í heiminum, á eftir Apple og Samsung,“ útskýrir Fredriksen.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast eintak af blaðinu á pdf-formi með því að smella á hlekkinn Tölublöð.

Stikkorð: Huawei
25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is