Fjallað er um það í breskum fjölmiðlum í dag að skortur hafi verið á hvítlauksbrauði hjá breskum stórmörkuðum vegna bruna í verksmiðjum Geest en verksmiðjurnar framleiða m.a. hvítlauksbrauð. Verksmiðjan framleiðir um 7.000 hvítlauksbrauð á dag auk annarra brauðtegunda fyrir verslunarkeðjurnar Asda, Tesco og Morrisons/Safeway. Í Vegvísi Landsbankans kemur fram að talsmaður Geest sagði að marktæk áhrif mætti sjá vegna brunans hjá þessum verslunarkeðjum.