Úrvalsvísitalan stóð nánast í stað í Kauphöllinni í dag og lækkaði um 0,07% og endaði í 6.096,97 stigum.

Velta með hlutabréf í Kauphöllinni í dag nam 3,9 milljörðum króna í 325 viðskiptum sem er minni velta en undanfarna daga.

Sjö félög hækkuðu í Kauphöllinni í dag. Mest hækkaði Vinnslustöðin um 7,14% í fjórum viðskiptum, þá hækkaði Marel um 1,94%, Bakkavör um 1,66%, Glitnir um 1,01%, Ossur um 0,83%, Alfesca um 0,63, Mosaic um 0,56%, og Actavis um 0,15%.

Sex félög lækkuðu í dag. Mest lækkaði FL Group eða um 1,46%, þá Landsbankinn um 1,16%, Dagsbrún lækkaði um 0,81% í kjölfar fregna um að til stæði að skipta upp félaginu. Atorka lækkaði um 0,79% og Kaupþing um 0,36%.

Krónan styrktist um 1,15% í dag og endaði í 124,01 stigum. Krónan hefur verið að veikjast undanfarna daga en fregnir af því að tólf mánaða verðbólga hefur nú dregist saman samkvæmt nýjustu mælingu Hagstofunnar hafa jákvæð áhrif á markaðinn að sögn greiningaraðila og olli viðsnúningi á gjaldeyrismarkaði í dag.