Úrvalsvísitalan hækkaði um 0,41% og er 6.444 stig við lok markaðar, samkvæmt upplýsingum frá M5. Veltan nam 6.590 milljónum króna.

Icelandic Group hækkaði um 1,26%, Landsbankinn hækkaði um 1,12%, Atlantic Petroleum hækkaði um 1,05%, Actavis Group hækkaði um 1,02%, Glitnir hækkaði um 0,96%.

Avion Group lækkaði um 1,62%, Alfesca lækkaði um 1,39%, Atorka Group 0,61%, Kaupþing banki lækkaði um 0,34% og Bakkavör Group lækkaði um 0,17%.

Gengi krónu styrktist um 0,93% og er 118,8 stig við lok markaðar. "[...] líklegt er að stór hluti þeirrar styrkingar sé vegna nýrrar útgáfu jöklabréfa. Snemma í morgun tilkynnti KfW um útgáfu þriggja nýrra flokka jöklabréfa," segir greiningardeild Landsbankans.