Úrvalsvísitalan lækkaði um 2% og er 4.512 stig við lok markaðar, samkvæmt upplýsingum frá Markaðsvakt Mentis. Vísitalan hefur ekki verið lægri frá því í október 2005.

Veltan nam 3,5 milljörðum króna.

Helstu vísitölur lækkuðu einnig í dag.  Danska vísitalan OMXC  lækkaði um 1%, norska vísitalan OBX lækkaði um 1,3% og sænska vísitalan OMXS lækkaði um 0,9%, samkvæmt upplýsingum frá Markaðsvakt Mentis.