Úrvalsvísitalan hækkaði um 1,23% og er 6.919 stig við lok dags, samkvæmt upplýsingum frá M5. Veltan nam 5.689 milljónum króna.

Það sem af er ári hefur Úrvalsvísitalan hækkað um 7,93%.

Alfesca hækkaði um 2,25%, Eimskip hækkaði um 2,19% en félagið birti uppgjör sitt í dag, FL Group hækkaði um 2,11%, Kaupþing hækkaði um 1,87% og Landsbankinn hækkaði um 1,4%.

Icelandic Group lækkaði um 0,68%, 365 og Marel lækkuðu um 0,66%, Atorka Group lækkaði um 0,44% og Flaga Group lækkaði um 0,4%.

Gengi krónu hefur styrkst um 0,4% og er 123,7 stig við lok dags.