Úrvalsvísitalan [ OMXI15 ] hækkaði um 6,16% í dag.

Þá hækkaði Kaupþing [ KAUP ] mest allra fyrirtækja eða um 9,4% en þar á eftir kom Marel [ MARL ] sem hækkaði um 8,4%. Føroya banki [ FO-BANK ] hækkaði um 7,9% og Glitnir [ GLB ] hækkaði um 5,6%.

Eik banki [ FO-EIK ] lækkaði mest eða um 3,5%. Þá lækkaði Flaga [ FLAGA ] um 2,2 og Century Aluminum [ CENX ] um 2%.

Velta með hlutabréf var 12,5 milljarðar sem en velta með skuldabréf var 31 milljarður.

Þá var mest velta með bréf í Kaupþing eða 6,9 milljarðar. Velta með bréf í Glitni var 3,1 milljarðar og í Landsbankanum [ LAIS ] um einn milljarður.

Krónan styrktist um 3,5% í dag og var gengisvísitalan við lok markaða 151,6% í Kauphöllinni. Opinberg gengisskráning Seðlabankans var í morgun 150,3 stig.