Úrvalsvísitalan lækkaði um 0,7% og er 4.188 stig við lok markaðar, samkvæmt upplýsingum frá Markaðsvakt Mentis.

Veltan nam 1,3 milljörðum króna. Tilkynnt var um í dag að tæplega níu milljarða króna utanþingsviðskipti með Landsbankann[ LAIS ], voru felld niður.

Danska vísitalan OMXC hækkaði um 0,3% og sænska vísitalan OMXS  hækkaði um 1,1%.  Norska vísitalan OBX lækkaði um 2,2%.

Lækkunin í Noregi er rakin til þess að Norsk Hydro féll um 13,1% í kjölfar afkomuviðvörunnar, er tilkynnt var um miklar kostnaðarhækkanir þurrki burt ávinninginn af hækkandi álverði.  Álfyrirtækið í íslensku kauphöllinni, Century Aluminiun[ CENX ], hefur hinsvegar hækkað um 2,6% í dag.