Úrvalsvísitalan lækkar um 3,25% og er 6.149,59 stig.

Lækkunin kemur í kjölfar skýrslu sem Danske Bank sendi frá sér. Þar er spáð að íslenska hagkerfið muni gangi í gegnum mikla efnahagslega lægð 2006- 2007, í kjölfar þenslu og ofhitunar.

Dagsbrún hækkar um 1,03%, Alfesca hækkar um 1,01% og Kögun sömuleiðis, og Marel hækkar um 0,27%

Viðskiptabankarnir þrír skipa fyrstu þrjú sætin yfir þá er lækkað hafa mest í viðskiptum dagsins.

Landsbankinn lækkar um 4,33%, Kaupþing banki lækkar um 3,72% og Íslandsbanki lækkað um 3,68%.

Straumur-Burðarás lækkaði um 3,33% og Össur lækkaði um 2,59%.

Gengi krónunnar veikist um 2,19%. Dollar hækkaði um 2,67% gagnvart krónu og evra hækkaði um 2,04% gagnvart krónu.