Úrvalsvísitalan stendur nánast í stað, hækkar um 0,05% og er 5893,68 stig við lok dags, samkvæmt upplýsingum frá Kauphöll Íslands.

Dagurinn var þó ekki með öllu tíðindalaus, því það munar um 2% frá hæsta og lægsta gildi. Það var bjart yfir yfirmarkaðinum þegar hann opnaði og hækkaði um 0,80% fyrir hádegi. Sú lækkun gekk þó til baka og munar um 1,2% frá lægsta stigi Úrvalsvísitölunnar og lokagildi hennar.

Hampiðjan hækkar um 2,94%, Mosaic Fashions hækkar um 2,89%, Össur hækkar um 2,21%, Marel hækkar um 2,07% og Alfesca hækkar um 2%.

Icelandic Group lækkar um 1,15%, Flaga Group lækkar um 0,96%, FL Group lækkar um 0,92%, Glitnir lækkar um 0,55% og Dagsbrún lækkar um 0,44%.

Gengi krónunnar veikist um 1,44% og er gengisvísitalan 120,86 stig, samkvæmt gjaldeyrisborði Kaupþings banka.

Dollar hækkar um 1,65% gagnvart krónu og evra hækkar um 1,61% gagnvart krónu.