Það var rólegt í Kauphöllinni í dag. Úrvalsvísitalan talan hækkaði lítillega við opnun markaðar en seig fljótlega í rautt. Úrvalsvísitalan veiktist um 0,3% við lok markaðar, samkvæmt upplýsingum frá Markaðsvakt Mentis.

Framan af var frekar lítil velta á hlutabréfamarkaði. En rétt fyrir lokun duttu inn viðskipti fyrir 29 milljarða króna en verið var að skipta á FL Group bréfum fyrir bréf í Glitni.

Töluverð velta var með skuldabréf eða fyrir ríflega 39 milljarða króna.