Upplýsingatæknirisinn IBM heldur alþjóðlega ráðstefnu sem ber heitið Lotusphere í Smárabíói þann 17. mars, segir í fréttatilkynningu.

Ráðstefnan er haldin á hverju ári víðsvegar um heiminn en þetta er í fyrsta skipti sem hún er haldin hér á landi. Lotusphere er haldin í samvinnu við Nýherja, FOCAL Software & Consulting og Hugvit.

Sérfræðingar IBM munu fjalla um framtíðarsýn fyrirtækisins fyrir Lotus Notes, Workplace samvinnu- og vefgáttalausnir og Domino, auk þess verða breytinga á Sametime kynntar til sögunnar ásamt öðrum nýjungum, segir í tilkynningunni.

Einnig verður fyrirlestur um samkeppnisumhverfi Lotus Notes og þann ávinning sem hlýst af notkun kerfisins.

Ekkert þátttökugjald er þegið fyrir aðgang að ráðstefnunni. Skráning fer fram á vefsíðum Nýherja, FOCAL og Hugvits.