Úrvalsvísitalan hækkað um 1,42% í dag og námu viðskipti tæplega 211 milljónum króna, samkvæmt upplýsingum Kauphallarinnar. Alls voru viðskipti 46 talsins á hlutabréfamarkaði.

Icelandair hækkaði um 7% og er gengi bréfa 4,12 krónur á hlut. 32 viðskipti voru með hluti í félaginu. Marel hækkaði um 2,7% í um 64 milljóna króna viðskiptum.

Hlutabréfaverð í icelandair hefur hækkað töluvert frá því að nýir hlutir í félaginu voru teknir til viðskipta í síðustu viku. Útboðsgengi var 2,5 krónur á hlut en markaðsgengi var þá 3,11. Gengi bréfanna hefur því hækkað um rúmlega 60% frá útboðsgengi.