*

fimmtudagur, 22. ágúst 2019
Innlent 28. ágúst 2018 17:30

Icelandair lækkaði um 17%

Verð á hlutabréfum í Icelandair lækkaði um 17,26% í 474 milljóna króna viðskiptum í Kauphöllinni í dag.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Verð á hlutabréfum í Icelandair lækkaði um 17,26% í 474 milljóna króna viðskiptum í Kauphöllinni í dag. 

Í gærkvöldi var greint frá því að Björgólfur Jóhannsson hefði hætt sem forstjóri félagsins. Kom afsögnin í kjölfar afkomuspá sem félagið sendi frá sér en samkvæmt henni var hún lækkuð um 30%.

Þá lækkaði einnig verð á hlutabréfum í Reitum eða um 0,99% í 404 milljóna króna viðskiptum. 

Heildarvelta í Kauphöllinni í dag nam 2.542 milljónum króna en mest velta var með bréf í Icelandair og Reitum.

Íslenska úrvalsvísitalan lækkaði um 2,33% í viðskiptum dagsins.