Icelandair hefur náð bestu viðspyrnu af norrænum flugfélögum í fjölda farþega talið, að því er kemur fram í nýrri greiningu Ferðamálastofu sem nær til flutningatalna félaganna fyrir júlímánuð.

Í samanburði á farþegafjölda má sjá að Norwegian var stærst norrænu félaganna árin fyrir Covid, eftir mikla áherslu á vöxt og tilheyrandi skuldsetningu. Norwegian er nú eftir nokkurt hlé og hrakfarir aftur orðið stærst. Þá dróst farþegafjöldinn saman hjá SAS á síðustu mánuðum, ekki síst vegna flugmannaverkfalli hjá félaginu.

Mynd tekin frá Ferðamálastofu.
Mynd tekin frá Ferðamálastofu.

Icelandair er komið næst því að ná sama farþegafjölda og fyrir Covid-faraldurinn. Farþegafjöldi Icelandair í júlí voru um 88% af fjöldanum í júlí 2019, sem er 20 prósentustigum fyrir ofan næsta félag.

Greinandi Ferðamálastofu bendir á að sætaframboð Icelandair var minna í júlí í ár heldur en á sama tíma. Hins vegar hafi sætanýting verið 90% í síðasta mánuði og var því um 8 prósentum meira en í júlí 2019. Hjá Norwegian, SAS og Finnair var hún svipuð og í júlí 2019. Sætanýting Play var um 88% í júlí.