Fjármálastefna og hlutdeildarlán verða á dagskrá þingsins á snörpu sumarþingi sem hefst á fimmtudag. Fleiri mál gætu bæst við. Skilyrði hlutdeildarlánanna falla ekki öllum í geð og einhverjir telja þau vinna gegn markmiði frumvarpsins.

Auk frumvarps um hlutdeildarlán og umræðna um fjármálastefnu er líklegt að þingið muni grípa til einhverra viðbragða vegna áhrifa veirufaraldursins. Hlutabótaleiðin rennur til að mynda sitt skeið um næstu mánaðamót og því ljóst að framlengingu á henni í einhverri mynd þyrfti að samþykkja á téðum stubbi. Ekki liggur hins vegar fyrir hvaða mál verða tekin fyrir.

Í vikunni var tilkynnt um að ríkið myndi ábyrgjast lánalínu til Icelandair ef samþykki þingsins fæst fyrir því og ef hlutafjárútboð félagsins heppnast. Til stendur að afgreiða samþykki þingsins nú með fyrirvara um að fullnægjandi árangur náist í hlutafjárútboðinu.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir Tölublöð , aðrir geta skráð sig í áskrift hér .