Icelandair og kanadíska flugfélagið WestJet kynntu í dag nýtt samstarf flugfélaganna sem m.a. felst í sölu og farseðlaútgáfu á flugleiðum hvors annars. Viðskiptavinir Icelandair geta nú keypt einn farseðil frá Íslandi til þeirra tuga kanadísku og bandarísku borga sem WestJet flýgur til og jafnframt geta viðskiptavinir WestJet keypt miða til Íslands og Evrópulanda með flugi Icelandair. að því er fram kemur í tilkynningu.

WestJet er annað stærsta flugfélagið í Kanada og hefur vaxið hratt á undanförnum árum. Það býður nú upp á flug á Boeing 737 flugvélum til 80 áfangastaða í Kanada, Bandaríkjunum, Mið-Ameríku og Karabíska hafinu út frá Toronto og öðrum helstu borgum Kanada.

Icelandair tilkynnti nýlega um flug allt árið um kring til Toronto og flýgur tvisvar í viku til Halifax í sumar.

Í tilkynningunni er haft eftir Todd Peterson, framkvæmdastjóra samstarfsmála hjá WestJet, að samningurinn við Icelandair sé spennandi. „Icelandair opnar nýja og áhugaverða möguleika fyrir viðskiptavini okkar í flugi milli Norður-Ameríku og Evrópu,“ segir hann.  25 Evrópuborga á þessu ári.