*

þriðjudagur, 18. júní 2019
Innlent 27. apríl 2018 08:06

Icewear þjónustar skemmtiferðaskip

Icewear mun reka þjónustumiðsstöð á Akureyri fyrir farþega skemmtiferðaskipa, og verða vörur fyrirtækisis þar í boði.

Ritstjórn
Aðalsteinn Pálsson framkvæmdastjóri Icewear, Pétur Ólasson, hafnarstjóri Hafnarsamlags Norðurlands og Friðrik Þór Stefánsson rekstrarstjóri verslana Icewear við undirritun samningsins á Akureyri.
Aðsend mynd

Icewear og Hafnarsamlag Norðurlands hafa gert fimm ára samning um rekstur og umsjón Vitans, þjónustumiðstöðvar fyrir farþega skemmtiferðaskipa sem hafa viðkomu á Akureyri.

Mikil aukning hefur verið á heimsóknum skemmtiferðaskipa til landsins og er áætlaður fjöldi skipa sem hafa viðkomu á Akureyri í sumar yfir 60 og munu mörg þeirra leggjast oftar en einu sinni að bryggju yfir sumarið.

Verslun í húsnæði Vitans

Icewear mun einnig þjónusta ferðaþjónustufyrirtæki, bílaleigur, rútufyrirtæki og önnur ferðaþjónustufyrirtæki um sölu á ferðum og þjónustu til farþega á staðnum. Nýting þjónustuhússins utan ferðatíma skemmtiferðaskipa verður skipulögð í samstarfi við hafnaryfirvöld, en til greina kemur að hafa verslun eða aðra þjónustu í húsinu sem hentar vel yfir vetrartímann.

Fyrir rekur Icewear þjónustumiðstöðina á Skarfabakka í Reykjavík og mun vöruúrval Vitans verða sambærilegt því sem þar er boðið upp á, til dæmis útivistarfatnaður, íslenskar ullarvörur og mikið úrval af minjagripum. Einnig verður í boði mismunandi íslensk matvara, handverk og aðrar vörur sem keyptar eru af heildsölum eða handverksfólki.

„Það er gríðarlega spennandi verkefni að hjálpa til við að styðja við áframhaldandi vöxt ferðamanna til Akureyrar“ segir Aðalsteinn Pálsson, framkvæmdastjóri Icewear. „Áralöng reynsla okkar af rekstri verslana og þjónustu við ferðamenn mun nýtast afar vel þegar kemur að því bjóða farþegum skemmtiferðaskipa á Akureyri úrvals þjónustu, vöruval og afþreyingu.“

25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is