Velta á skuldabréfamarkaði nam 6,78 milljörðum króna í dag. Þar af nam velta með verðtryggð bréf 0,83 milljörðum króna og með óverðtryggð bréf 5,95 milljörðum króna.

Í daglegu skuldabréfayfirliti IFS Greiningar kemur fram að verðtryggði skuldabréf hækkuðu um 0,03% í verði samfara lækkun kröfu. Verð óverðtryggðra bréfa lækkaði að meðaltali um 0,02% samfara hækkun kröfunnar.   Þá kemur fram að verðbólguálagið er nú á milli 3,6 til 3,7% en fyrir rétt rúmum mánuði síðan var verðbólguálagið 4,5 til 3,9%. Hlutfallslega hefur verið mest breyting á verðbólguálagi HFF14 (líftími 2,3 ár) en það er nú 3,67% en var 4,56%.

„Þrátt fyrir verðbólgutölur síðasta mánaðar hafi komið á óvart var aðeins um einn mánuð að ræða af um tæplega 30 miðað við líftíma verðbólguálagsins,“ segir í yfirliti IFS.

„Þótt að niðurstaðan var langt frá væntingum að þá gaf niðurstaðan tæplega tilefni til jafn mikilla breytinga á jafnlöngu verðbólguálagi.  Annaðhvort eru HFF14 því ofselt núna eða að verð þess hafi farið alltof hátt upp. Ef undanskilin er óvænt verðbólgumæling síðast hefur fátt breyst í efnahagsmálum frá því í síðasta mánuði. Icesave-deilan er enn óleyst og skuldatryggingarálag ríkisins hefur hækkað umtalsvert.“