Guðrún Tinna Ólafsdóttir lætur sig ekki muna um að ala upp fjögur börn og stýra sívaxandi barnafatamerkinu Ígló. Guðrún Tinna, eða Tinna eins og hún er jafnan kölluð, er framkvæmdastjóri Ígló og einn eigenda fatamerkisins. Tinna hefur starfað við Ígló í að verða tvö ár en á því tímabili eignaðist hún ásamt eiginmanni sínum, Karli Pétri Jónssyni, tvíbura sem komu í heiminn í febrúar á þessu ári. Fyrir áttu þau hjón tvær dætur og Karl son úr fyrra sambandi. Það er því nóg um að vera á heimili þeirra á Seltjarnarnesi.

„Ja, hvað er hefðbundinn vinnudagur?*“ spyr Tinna og hlær þegar hún er beðin um að lýsa sínum. „Hann er núna aðallega að vakna með fjórum börnum og koma öllum út úr húsi fyrir klukkan átta. Svo er ég nýfarin að vera aftur á skrifstofunni allan daginn. Annars er það bara vinna í síma og tölvu langt fram eftir kvöldi,“ segir Tinna og bætir því við að fjölskyldan taki virkan þátt í starfinu með ábendingum og aðstoð. „Ígló er fimmta barnið mitt,“ segir Tinna.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér að ofan.