Íbúðalánasjóður hefur í kjölfar útboðs á íbúðabréfum ákveðið að lækka útlánavexti sína. Í tilkynningu til kauphallar segir að samkvæmt lögum geti stjórn sjóðsins ákvarðað vexti „með hliðsjón af fjármögnunarkostnaði í reglulegum útboðum íbúðabréfa og með vegnum fjármagnskostnaði vegna uppgreiddra lána, að viðbættu vaxtaálagi.“

Í útboði íbúðabréfa sem haldið var í gær voru vegnir vextir 3,48% og byggir vaxtaákvörðun á þessari ávöxtunarkröfu. „Útlánavextir íbúðalána með uppgreiðsluákvæði verða 4,40% og 4,90% á íbúðalán án uppgreiðsluákvæðis. Hin nýja vaxtaákvörðun tekur gildi í dag 11. mars 2011,“ segir í tilkynningu Íbúðalánasjóðs.