Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, utanríkisráðherra sagði á blaðamannafundi fyrir stundu að ekki væri útilokað að ríkisstjórnin þyrfti að hækka skatta eða beita niðurskurði í fjárlögum næstu tveggja til þriggja ára.

Geir H. Haarde, forsætisráðherra og Ingibjörg Sólrún halda nú sameiginlegan blaðamannafund vegna beiðni um lántöku frá Alþjóða gjaldeyrissjóðnum (IMF).

Bæði sögðu þau að lánið eitt og sér gerði það ekki að verkum að skattar yrðu hækkaðir. Ingibjörg Sólrún sagði ef skattar yrðu hækkaðir myndi það vera pólitísk ákvörðun byggt á öðrum forsendum en láni IMF.