Ingimar Karl Helgason blaðamaður sækist eftir 3. sæti í prófkjöri Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs fyrir komandi Alþingiskosningar. Hann býður sig fram í Reykjavík.

Ingimar Karl tilkynnti um framboð sitt í tilkynningu. Í henni segir:

„Ingimar Karl er fæddur árið 1974. Hann hefur starfað sem fréttamaður um árabil, bæði á Ríkisútvarpinu og einkareknum fjölmiðlum meðal annars sem viðskiptablaðamaður. Hann starfar nú sem blaðamaður á Smugunni en var þar áður heimavinnandi um nokkurt skeið. Hann hefur skrifað fjölmarga pistla og greinar um samfélagsmál, meðal annars um fjölmiðla og viðskiptalífið. Áður en hann hóf fréttamennsku var hann í eigin rekstri en hann stofnaði þýðingarstofu í félagi við aðra árið 2000.

Ingimar Karl nam íslensk fræði við Háskóla Íslands og lauk prófi árið 1998. Hann starfaði meðal annars á Orðabók Háskólans með námi og við rannsóknir á Árnastofnun í Kaupmannahöfn. Hann hefur auk starfa við fréttir og þýðingar unnið við kennslu og ýmis önnur störf víða um land og erlendis. Ingimar Karl er í sambúð með Elvu Björk Sverrisdóttir og eiga þau þrjú börn á aldrinum 2ja-11 ára,“