Ingvar H. Ragnarsson hefur sagt upp starfi sínu hjá Landsbankanum en hann hefur starfað sem forstöðumaður eignastýringar bankans í tæp tvö ár. Þetta kemur fram í frétt DV .

Ingvar hóf störf hjá Landsbankanum í janúar 2013 en þar á undan starfaði hjá fjármálaráðuneytinu. Þar fór hann fyrir fjármögnun og skuldastýringu á innlendum og erlendum mörkuðum, meðal annars við undirbúning og framkvæmd á alþjóðlegum skuldabréfaútgáfum ríkissjóðs árin 2011 og 2012.

Ingvar var áður yf­ir­maður fjár­stýr­ing­ar Landsnets og þar áður fram­kvæmda­stjóri fjár­stýr­ing­ar Glitn­is, en hann starfaði hjá Glitni og for­ver­um þess banka í rúm 10 ár. Ingvar er viðskipta­fræðing­ur frá HÍ og hef­ur lokið prófi í verðbréfaviðskipt­um.