Vinnumálastofnun birti í gær skýrslu um atvinnuástand í september. Atvinnuuleysishlutfall mælist nú 1,0% og hefur ekki mælst svo lágt síðan í september 2001. Á fyrstu níu mánnuðum ársins hafa um 4.400 nýir erlendir starfsmenn verið skráðir á íslenskum vinnumarkaði segir í vefriti fjármálaráðuneytisins.

Árstíðaleiðrétt atvinnuleysi reiknast nú 1,2% og hefur lækkað um 0,1% frá fyrra mánuði. Í september hafði atvinnuleysi dreggist meira saman á höfuðborgarsvæði en á landsbyggð frá sama mánnuði fyrir einu ári. Þá hafði atvinnulausum konum fækkað meira en körlum.

Það sem öðru fremur einkennir vinnumarkaðinn nú er látlaus innnflutningur erlends vinnuafls og hefur hann aldrei mælst jafn mikill í einum mánnuði og í september, eða tæplega eitt þúsund manns. Á fyrstu níu mánnuðum ársins hafa um 4.400 nýir erlendir starfsmenn verið skráðir á íslenskum vinnumarkaði. Til samanburðar voru 3.900 erlendir starfsmenn skráðir allt árið 2005. Áður höfðu flestir verið skráðir árið 2000, eða um 2.300. Að einhverju leyti skýrist aukningin í ár af nýskráningu aðila sem voru áður komnir, en atvinnurekendur og stjórnkerfi hafa verið að aðlaga sig nýjum reglum um skráningu starfsfólks með er-
lent ríkisfang sem tóku gildi 1. maí sl. Frá því nýjar reglur um aðgang fólks frá nýjum aðildarríkjum ESB í Austurr-Evrópu (nefnd 8-ESB ríki) tóku gildi 1. maí hefur dregið mjög úr veitingu atvinnuleyfa segir í vefritinu.

Í staðinn hefur fjölgað skráningum manna frá Austur-Evrópu. Þá má geta þess að þar sem aðflutningur vinnuuafls hefur verið meiri en reiknað var með er atvinnuuleysisshlutfall lægra en það mælist hjá Vinnuumálaastofnun.

Af þessum sökum er viðbúið að komi til endurskoðunar á stærð vinnuaflsins til hækkunar, sem að öðru jöfnu mun leiða til lækkunar atvinnuuleysisshlutfallsins.