Ölgerðin Egill Skallagrímsson ehf. (Ölgerðin) hefur tilkynnt matvælaeftirliti Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur um innköllun á Floridana ávaxtasafasafa í plastflöskum þar sem dæmi eru um að yfirþrýstingur hafi myndast í flöskunum. Ljóst er að slysahætta getur verið af vörunni að því er kemur fram í fréttatilkynningu frá Heilbrigðiseftirlitið Reykjavíkur.

„Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur vill árétta að upp hafa komið alvarleg tilvik þar sem umbúðir springa annað hvort í heild sinni eða tappi skýst af og er því um öryggismál að ræða fyrir neytendur. Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur hvetur neytendur sem hafa vöruna undir höndum til að farga henni,“ segir í fréttatilkynningunni.