Asíska símafyrirtækið Hutchison Telecom hafa samið við Apple um að markaðssetja iPhone símann í Hong Kong og Macau strax á næsta ársfjórðungi.

Í tilkynningu frá Hutchinson Telecom og Apple kom ekki fram hvort markaðssettur yrði 2G eða 3G gerði iPhone og fyrirtækin voru ekki reiðubúin að segja til um það heldur, samkvæmt frétt Reuters. Sem stendur geta íbúar Hong Kong aðeins keypt iPhone eftir óopinberum leiðum og verða viðskiptavinir Hutchison Telecom því þeir fyrstu notendur iPhone í einhverjum mæli á svæðinu.

China Mobile, stærsta farsímfyrirtæki í heimi, sagði fyrr á árinu að þeir hefðu hætt viðræðum við Apple um markaðssetningu iPhone í Kína. Búist er við því að fleiri farsímafyrirtæki í Hong Kong stofni til svipaðra samninga við Apple um markaðssetningu 3G síma og Hutchison Telecom gerðu nú.