iPhone símanum tókst einungis að vera í einn ársfjórðung vinsælasti snjallsími Kína. Snjallsíminn var í þriðja sæti yfir mest seldu símana í landinu á síðasta ársfjórðungi, á eftir símum Xiaomi og Huawei

Símar Apple voru í sjöunda sæti á síðasta ári yfir mest seldu símana en náðu upp í fyrsta sæti með iPhone 6 síðasta haust. Hins vegar hefur vinsældum Apple síma dalað mikið síðan.

Xiaomi átti 15,9% af markaðshlutdeild sjallsímamarkaðarins í Kína á öðrum ársfjórðungi. Xiaomi er verðmætasta nýsköpunarfyrirtæki heims um þessar mundir. Huawai sem er með mestan vöxt innan snjallsímamarkaðarins var með 15,7% hlutdeild. Apple var með þriðju mestu markaðshlutdeildina og Samsung og Vivo fylgdu á eftir.

Samkeppnin hefur aldrei verið jafn mikil á markaðnum. Huawei setti sölumet á ársfjórðungnum. Á sama tíma dróst sala Apple í Kína saman um 21%.