Veita þarf írskum bönkum að minnsta kosti 5 milljarða evra hið fyrsta, að því er Bloomberg hefur eftir sérfræðingum. Það jafngildir nærri 770 milljörðum króna, eða rúmlega hálfri landsframleiðslu Íslands.

Að mati þeirra sérfræðinga sem Bloomberg vitnar í þá á Brian Lenihan, fjármálaráðherra Írlands, einnig að skipta upp írskum fjármálastofnunum til að gera þær söluvænlegri. Eru Allied Irish Bank, Bank of Ireland og Irish Life & Permanent nefnd sérstaklega.