Á þeim þremur árum sem liðið hafa frá því að Abu Bakr al-Baghdadi lýsti yfir stofnun kaflífadæmis Íslamska ríkisins hafa hryðjuverkasamtökin misst tæplega 60% af landsvæði sínu og tekjur samtakanna hafa dregist saman um 80%. Þetta kemur fram í frétt frá greiningarfyrirtækinu IHS Markit .

Í ársbyrjun 2015 spannaði landsvæði kalífadæmisins 90.800 ferkílómetra en er í dag um 36.200 ferkílómetrar. Þá hefur landsvæðið minnkað um 24.200 ferkílómetra það sem af er þessu ári. Telur Columb Stark yfirmaður IHS Markit í Mið-Austurlöndum að ríkið muni liðast í sundur fyrir árslok. Einungis muni standa eftir einangruð svæði sem muni tapast á árinu 2018.

Eftir því sem kalífadæmið hefur minnkað þá hafa mánaðarlegar tekjur þess dregist verulega saman. Mánaðarlegar tekjur hryðjuverkasamtakanna námu 81 milljónum dollara á öðrum ársfjórðungi 2015 en eru í um 16 milljónir.

IHS telur einnig að hryðjuverkaárásir samtakanna muni aukast áður en taki að draga úr þeim. Ástæðan sé sú að tapað landsvæði leiði til þess að Íslamska ríkið muni auka við hryðjuverk á vesturlöndum til að vega upp á móti töpuðu landsvæði.