Ísland er í 12. sæti velmegunarlista Legatum stofnunarinnar og fellur um eitt sæti frá síðasta ári. Noregur er í efsta sæti listans sjöunda árið í röð.

Listinn metur ríki eftir átta þáttum: efnahag; frumkvöðlastarfsemi og tækifærum; stjórnarháttum; menntun; öryggi; persónulegt frelsi og samfélagsauði.

Efstu löndin eru:

 1. Noregur
 2. Sviss
 3. Danmörk
 4. Nýja Sjáland
 5. Svíþjóð
 6. Kanada
 7. Ástralía
 8. Holland
 9. Finnland
 10. Írland
 11. Bandaríkin
 12. Ísland

Ísland er í öðru sæti þegar kemur að öryggi, fjórða sæti í frumkvöðlastarfsemi og tækifæri og í fimmta sæti þegar kemur að persónulegu frelsi. Ísland er hins vegar einungis í 31. sæti þegar kemur að menntun og í 18. sæti í bæði stjórnarháttum og heilsu.